Vals nr. 1 - Móðurbæn
Höfundur: Örn Friðriksson
Textahöfundur: Álfhildur Sigurðardóttir
Húmar i heimi, hljóð stendur nóttin vörð.
Áfram þig dreymi um elsku og frið á jörð.
Birtir af degi, brosandi geislar sjást.
Gefa þér megi gleði og ást.
Mennirnir vilja metorð, auð og völd.
Sjá ei né skilja hve skammt er ævikvöld.
Guð þín svo gæti, gefi þér afl og þor.
Ávallt þér mæti æskunnar vor.
Mennirnir vilja metorð, auð og völd.
Sjá ei né skilja hve skammt er ævikvöld.
Guð þín svo gæti, gefi þér afl og þor.
Ávallt þér mæti æskunnar vor.